Félagaskipti fyrir SA

Eftirfarandi félagaskipti hafa verið í vinnslu hjá skrifstofu ÍHÍ síðustu daga. Enn eru félagaskipti sem ekki er lokið. Rétt er að ítreka við aðildarfélög að sækja um í tíma þar sem samþykktarferli erlendis getur dregist. 

Eftirtalin félagaskipti hafa verið samþykkt fyrir Skautafélag Akureyrar. 

Innlend:
Kolbrún María Garðarsdóttir skiptir frá Fjölni yfir til Skautafélags Akureyrar.

Erlend:
Shawlee Gaudreault hefur fengið samþykkt félagaskipti frá Kanada til Skautafélags Akureyrar.

Robbe Delport hefur fengið samþykkt félagaskipti frá Belgíu til Skautafélags Akureyrar.

Ofantaldir leikmenn hafa hlotið leikleyfi á íslandi fyrir tímabilið 2025/2026 með Skautafélagi Akureyrar