Félagaskipti fyrir SR

Eftirfarandi félagaskipti hafa verið í vinnslu hjá skrifstofu ÍHÍ síðustu daga. Enn eru félagaskipti sem ekki er lokið. Rétt er að ítreka við aðildarfélög að sækja um í tíma þar sem samþykktarferli erlendis getur dregist. 

Eftirtalin félagaskipti hafa verið samþykkt fyrir Skautafélag Reykjavíkur. 

Innlend:
María Guðrún Eiríksdóttir skiptir frá Skautafélagi Akureyrar yfir til Skautafélags Reykjavíkur.

Styrmir Steinn Maack skiptir frá Skautafélagi Hafnarfjarðar yfir til Skautafélags Reykjavíkur.

Gabríel Camilo Gunnlaugsson Sarabia skiptir frá Skautafélagi Hafnarfjarðar yfir til Skautafélags Reykjavíkur.

Ævar Arngrímsson skiptir frá Skautafélagi Hafnarfjarðar yfir til Skautafélags Reykjavíkur.

Heiðar Örn Kristveigarson skiptir frá Skautafélagi Hafnarfjarðar yfir til Skautafélags Reykjavíkur.

Erlend:
Eduard Kascak hefur hlotið ótímabundin félagaskipti til Íslands til Skautafélags Reykjavíkur

Ofantaldir leikmenn hafa hlotið leikleyfi á Íslandi fyrir tímabilið 2025/2026 með Skautafélagi Reykjavíkur