Fréttir

Úrslitakeppni karla

Úrslitakeppni karla hefst á morgun, fimmtudag, þegar Víkingar og Björninn mætast í Skautahöllinni á Akureyri og hefst leikurinn klukkan 19.30.

Víkingar - SR umfjöllun

Síðasti leikurinn í deildarkeppni karla í íshokkí fór fram í gærkvöld en þá báru Víkingar sigurorð af Skautafélagi Reykjavíkur með ellefu mörkum gegn þremur.

Leikur kvöldsins

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Víkinga og Skautafélags Reykjavíkur sem fram fer í kvöld á Akureyri og hefst klukkan 19.30.

2. úrslitaleikur SA - Björninn

Annar leikur úrslitakeppni kvenna fór fram á Akureyri í gær þegar SA-konur báru sigurorð af stöllum sínum í Birninum með fimm mörkum gegn engu. Með sigrinum tryggðu SA-konur sér íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki kvenna árið 2014.

Björninn - Víkingar umfjöllun

Víkingar tryggðu sér á laugardagskvöld deildarmeistaratitilinn í karlaflokki, ásamt heimaleikjarétt í úrslitakeppninni, þegar þeir unnu Björninn með sex mörkum gegn þremur en leikurinn fór fram í Egilshöll.

Hokkíhelgin

Hokkíhelgin samanstendur af tveimur leikjum að þessu sinni sem fram fara í sitthvorum landshlutanum.

1. úrslitaleikur - Björninn - SA

Fyrsti leikur í úrslitum íslandsmóts kvenna fór fram í Egilshöllinni í gærkvöld en þá mættust Björninn og Skautafélag Akureyrar. Leiknum lauk með sigri SA sem gerði tvö mörk gegn einum marki Bjarnarkvenna.

Úrslitakeppni kvenna

Á morgun, fimmtudag, hefst úrslitakeppni í meistaraflokki kvenna þegar Björninn og Skautafélag Akureyrar mætast í Egilshöll og hefst leikurinn klukkan 19.30.

Húnar - SR Fálkar umfjöllun

Húnar báru í kvöld sigurorð af SR Fálkum með fjórum mörkum gegn tveimur á íslandsmóti karla í íshokkí en leikurinn fór fram í Egilshöll.

Landsliðshópu kvenna

Ben DiMarco hefur ásamt aðstoðarþjálfurum sínum, Hönnu Rut Heimisdóttir og Sigríði Finnbogadóttir, valið leikmannahóp kvennalandsliðs sem keppi í II. deild HM sem fram fer í Reykjavík dagana 24 - 30 mars nk.