Síðasti leikurinn í deildarkeppni karla í íshokkí fór fram í gærkvöld en þá báru Víkingar sigurorð af Skautafélagi Reykjavíkur með ellefu mörkum gegn þremur. Víkingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn sl. laugardag hafa verið á góðu róli undanfarið en liðið tapaði síðast leik í október lok. SR-ingar á hinn bóginn hafa átt erfitt uppdráttar þetta árið en liðið varð í sjötta og neðasta sæti deildarinnar með sex stig.
 Í byrjun leit reyndar út fyrir að SR-ingar ætluðu að standa í Víkingum því eftir að heimamenn komust í 2 – 0 jöfnuðu SR-ingar metin í 2 – 2 þegar skammt var liðið af annarri lotu. Eftir það dró hinsvegar í sundur með liðunum og staðan var orðin 6 – 3 að lokinni lotunni. Síðasta lotan endaði svo 5 – 0 Víkingum í vil.
 
 Úrslitakeppnin í karlaflokki hefst strax á fimmtudagskvöld en þá mætast  Víkingar og Björninn á Akureyri en það lið sem fyrr verður til að vinna þrjá leiki hampar íslandsmeistaratitlinum.
 
 Mörk/stoðsendingar Víkinga:
 
 Ben DiMarco 2/4
 Stefán Hrafnsson 2/1
 Andri Freyr Sverrisson 2/0
 Steinar Grettisson 1/1
 Hafþór Andri Sigrúnarson 1/1
 Ingþór Árnason 1/0
 Sigurður Reynisson 1/0
 Sigurður S. Sigurðsson 1/0
 Ingvar Þór Jónsson 0/4
 Jóhann Már Leifsson 0/2
 Jón B. Gíslason 0/1 
Hilmar Leifsson 0/1
 
 Refsingar Víkinga: 12 mínútur.
 
 Mörk/stoðsendingar SR:
 
 Egill Þormóðsson 1/1
 Jón Andri Óskarsson 1/1
 Daníel Magnússon 1/0
 Pétur A. Maack 0/1
 Bjarki R. Jóhannesson 0/1
 
 Refsingar SR: 8 mínútur.
Mynd: Elvar Freyr Pálsson
HH