Björninn - Víkingar umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Víkingar tryggðu sér á laugardagskvöld deildarmeistaratitilinn í karlaflokki, ásamt heimaleikjarétt í úrslitakeppninni, þegar þeir unnu Björninn með sex mörkum gegn þremur en leikurinn fór fram í Egilshöll.
Bæði lið söknuðu leikmanna vegna meiðsla. Björninn var án Róberts Freys Pálsson, Gunnars Guðmundssonar og Bóasar Gunnarsson á meðan Víkingar voru án Gunnars Darra Sigurðssonar og Sigmundar Sveinssonar. Það breytti því þó ekki að bæði lið mættu ágætlega mönnuð til leiks en það voru Víkingar sem höfðu töglin og haldirnar í fyrstu tveimur lotunum. Stefán Hrafnsson kom þeim yfir á fjórðu mínútu leiksins og þegar lotan var rétt u.þb. hálfnuð höfðu gestirnir bætt við tveimur mörkum. Fyrra markið átti Jóhann Már Leifsson og það síðara Ingvar Þór Jónsson
Önnur lotan var á svipuðum nótum. Víkingar höfðu yfirhöndina og gerðu nokkurnveginn útum leikinn með tveimur mörkum þeira Stefáns Hrafnssonar og Björns Más Jakobssonar.
Ben DiMarco kom Víkingum síðan í sex marka forystu þegar þeir nýttu sér að hafa yfirtölu á svellinu. Bjarnarmenn hresstust þó eftir þetta og í tvígang nýttu þeir sér að vera manni fleiri á ísnum. Fyrra markið átti Hjörtur Geir Björnsson en það síðara Thomas Nielsen. Fyrrnefndur Ólafur átti síðan lokaorð leiksins fimm mínútum fyrir leikslok.

Á morgun, þriðjudag, leika Víkingar gegn SR-ingum en það er jafnframt síðasti deildarleikurinn í karlaflokki á þessu tímabili. Úrslitakeppnin hefst síðan í Skautahöllinni á Akureyri nk. fimmtudag.

Við óskum Víkingum til hamingju með titilinn.

Mörk/stoðsendingar Bjarnarins:

Ólafur Hrafn Björnsson 1/2
Thomas Nielsen 1/0
Hjörtur Geir Björnsson 1/0
Lars Foder 0/1
Falur Birkir Guðnason 0/1

Refsingar Bjarnarins: 8 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Víkinga:

Stefán Hrafnsson 2/0
Björn Már Jakobsson 1/1
Ingvar Þór Jónsson 1/1
Jóhann Már Leifsson 1/1
Ben DiMarco 1/1
Jón B. Gíslason 0/1
Sigurður Reynisson 0/1

Refsingar Víkinga: 8 mínútur.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH