Leikur kvöldsins

Úr leik liðanna fyrr á tímabilinu
Úr leik liðanna fyrr á tímabilinu

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Víkinga og Skautafélags Reykjavíkur sem fram fer í kvöld á Akureyri og hefst klukkan 19.30.

Þetta er síðasti leikur deildarkeppninnar á þessu tímabili enda ekki seinna vænna þar sem úrslitin hefjast næstkomandi fimmtudag. Víkingar sem tryggðu sér deildarmeistaratitilinn sl. laugardag munu sjálfsagt hvíla alla þá leikmenn sem tæpir eru vegna meiðsla ef hægt er. Orri Blöndal meiddist í síðasta leik en ásamt honum hafa verið á sjúkralistanum Gunnar Darri Sigurðsson og Sigmundur Sveinsson.  SR-ingar sem hafa átt erfitt uppdráttar í vetur munu vilja klára tímabilið með stæl og hefja síðan undirbúning að því að gera betur næst. 

Liðskipan liðanna kemur á tölfræðisiðu okkar síðar í dag en hægt verður að fylgjast með leiknum í textalýsingu hér á tölfræðisíðum okkar en einnig á SA TV.

Mynd; Sigurgeir Haraldsson

HH