Húnar - SR Fálkar umfjöllun

Frá leiknum í gærkvöld
Frá leiknum í gærkvöld

Húnar báru í kvöld sigurorð af SR Fálkum með fjórum mörkum gegn tveimur á íslandsmóti karla í íshokkí en leikurinn fór fram í Egilshöll. Þetta var síðasti leikur beggja liða í deildarkeppninni á þessu tímabili en með sigri hefðu SR Fálkar komið sér í fjórða sæti deildarkeppninnar með stigi meira en Jötnar. Það leit reyndar lengi vel út fyrir að SR Fálkum ætlaði að takast það því þeir áttu tvö fyrstu mörk leiksins. Miloslav Racahsky kom þeim yfir með eina marki fyrstu lotu og í annarri bætti Bjarki Reyr Jóhannesson við öðru marki fyrir SR Fálka en það var jafnframt eina mark þeirrar lotu.
Tíu mínútum fyrir leikslok minnkaði hinsvegar Arnar Breki Elfar muninn fyrir Húna og lokamínúturnar voru æsilegar. Thomas Nielsen jafnaði metin fyrir Húna og allt stefni í framlengingu. Húnar náðu hinsvegar að tryggja sér sigur með tveimur mörkum á síðustu sekúndum leiksins en síðara markið kom í þann mund sem lokaflautan gall.

Mörk/stoðsendingar Húnar:

Arnar Breki Elfar 1/0
Úlfar Andrésson 1/0
Brynjar Bergmann 1/0
Thomas Nielsen 1/0
Lars Foder 0/3

Refsingar Húna: 4 mínútur.

Mörk/ stoðsendingar SR Fálka:

Miloslav Racahsky 1/0
Bjarki Reyr Jóhannesson 1/0
Egill Þormóðsson 0/1

Refsingar SR Fálka: 24 mínútur.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH