Fréttir

HM Kvenna hefst í dag

Í dag hefst í Skautahöllinni í Laugardal keppni í 2. Deild á heimsmeistaramóti kvenna. Leiknir verða fimmtán leikir þá daga sem keppnin stendur yfir. Ásamt Íslandi taka þátt Belgía, Spánn, Króatía, Slóvenía og Tyrkland.

Frestun æfingabúða - UPPFÆRT

Æfingabúðir sem fyrirhugaðar voru hjá landsliði skipað leikmönnum 18 ára og yngri á Akureyri hefur verið frestað.

3. leikur í úrslitum. Víkingar - Björninn

Þriðji leikur í úrslitum karla fór fram í gær þegar Víkingar og Björninn mættust á Akureyri. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu fimm mörk gegn þremur mörkum Bjarnarmanna. Með sigrinum tryggðu Víkingar sér íslandsmeistaratitilinn 2014.

Æfingabúðir á Akureyri

Um næstu helgi verða haldnar æfingabúðir á Akureyri.

3. leikur í úrslitum

Þriðji leikur í úrslitum karla fer fram í kvöld en þá mætast Víkingar og Björninn á Akureyri og hefst leikurinn klukkan 19.30

2. leikur í úrslitum. Björninn - Víkingar

Annar leikur í úrslitakeppni karla fór fram í gærkvöld þegar Björninn og Víkingar mættust í Egilshöll. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu sex mörk gegn einu marki Bjarnarmanna. Staðan í einvíginu er því 2 – 0 Víkingum í vil en það lið sem fyrr verður til að vinna þrjá leiki hampar íslandsmeistaratitlinum.

1. leikur í úrslitum. Víkingar - Björninn

Fyrsti leikurinn í úrslitakeppni karla fór fram síðastliðið föstudagskvöld þegar Víkingar og Björninn mættust á Akureyri. Víkingar höfðu þar sigur en þeir gerðu fjögur mörk gegn þremur mörkum Bjarnarmanna í spennandi leik. Með sigrinum hafa Víkingar náð forystu í einvíginu en það lið sem fyrr verður til að vinna þrjá leiki hampar titlinum.

Úrskurður Aganefndar 16.03.2014

Úrslitakeppni karla - taka tvö

Í kvöld fer fram fyrsti leikur Víkinga og Bjarnarins í úrslitakeppni karla og fer leikurinn fram á Akureyri og hefst klukkan 20.00.

Frestun

Sökum ófærðar hefur hefur leik Víkinga og Bjarnarins sem leika átti klukkan 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri verið frestað. Leikurinn fer fram á morgun föstudag á sama stað og hefst klukkan 20.00.