2. leikur í úrslitum. Björninn - Víkingar

Frá leiknum gærkvöld
Frá leiknum gærkvöld

Annar leikur í úrslitakeppni karla fór fram í gærkvöld þegar Björninn og Víkingar mættust í Egilshöll. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu sex mörk gegn einu marki Bjarnarmanna. Staðan í einvíginu er því 2 – 0 Víkingum í vil en það lið sem fyrr verður til að vinna þrjá leiki hampar íslandsmeistaratitlinum.
Bjarnarmenn hófu leikinn af miklum krafti og áttu hættulegri tækifæri í fyrstu lotu án þess þó að ná að nýta sér þau. Það gerðu Víkingar hinsvegar og á fimmtándu mínútu kom Sigurður Reynisson þeim yfir en þetta var jafnfram eina mark lotunnar.
Í annarri lotunni snerist dæmið nokkuð við og Víkingar sóttu töluvert meira en Bjarnarmenn og uppskáru eftir því. Rétt fyrir miðja lotu komu gerðu þeir tvö mörk með stuttu millibili. Fyrrnefndur Sigurður Reynisson átti fyrra markið en það síðara Jóhann Már Leifsson eftir að hann komst einn á móti markmanninum. Stefán Hrafnsson kom Víkingum síðan í 0 – 4 forystu undir lok lotunnar með skondnu marki og þannig var staðan í lok annarrar lotu.
Víkingar héldu síðan uppteknum hætti í þriðju lotu, þ.e. sóttu töluvert meira en Björninn. Sigurður S. Sigurðsson kom Víkingum í 0 – 5 eftir mistök í vörn Bjarnarmanna. Það var síðan Thomas Nielsen kom Birninum á blað um miðja lotu en lokorð leiksins átti Andri Freyr Sverrisson fyrir Víkinga á síðustu mínútu leiksins.

Næsti leikur verður á morgun þriðjudag og fer fram í Skautahöllinni á Akureyri og hefst klukkan 19.30

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Thomas Nielsen 1/0
Ólafur Hrafn Björnsson 0/1

Refsingar Bjarnarins: 8 mínútur

Mörk/stoðsendingar Víkinga:

Sigurður Reynisson 2/0
Stefán Hrafnsson 1/1
Jóhann Már Leifssson 1/0
Andri Freyr Sverrisson 1/0
Sigurður S. Sigurðsson 1/0
Björn Már Jakobsson 0/2
Ingvar Þór Jónsson 0/1
Ben DiMarco 0/1
Jón B. Gíslason 0/1

Refsingar Víkinga: 6 mínútur.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH