Úrslitakeppni karla - taka tvö

Úr leik liðanna fyrr í vetur
Úr leik liðanna fyrr í vetur

Í kvöld fer fram fyrsti leikur Víkinga og Bjarnarins í úrslitakeppni karla og fer leikurinn fram á Akureyri og hefst klukkan 20.00. 

Upphaflega var gert ráð fyrir að leikurinn yrði spilaður í gær, fimmtudag, en vegna ófærðar var leiknum frestað. Liðin verða að sjálfsögðu á svipuðum nótum og í gær hvað varðar mannskap þótt einstaka breytingar gætu orðið. Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt verður leikurinn sýndur á sjónvarpsstöð þeirra norðanmanna, N4, sem næst bæði á netinu og á fjölvarpinu. 

Mynd: Ásgrímur Ágústsson

HH