1. leikur í úrslitum. Víkingar - Björninn

Frá leiknum
Frá leiknum

Fyrsti leikurinn í úrslitakeppni karla fór fram síðastliðið föstudagskvöld þegar Víkingar og Björninn mættust á Akureyri. Víkingar höfðu þar sigur en þeir gerðu fjögur mörk gegn þremur mörkum Bjarnarmanna í spennandi leik. Með sigrinum hafa Víkingar náð forystu í einvíginu en það lið sem fyrr verður til að vinna þrjá leiki hampar titlinum.

Töluverð spenna virtist vera í liðinum í byrjun en strax á fjórðu mínútu kom Ben DiMarco Víkingum yfir eftir góða skyndisókn norðanmanna en það var jafnframt eina mark fyrstu lotu.
Það var svo á fimmtu mínútu annarrar lotu sem Thomas Nielsen jafnaði metin fyrir Bjarnarmenn með góðu skoti eftir að hann komst einn á móti markmanni. Rétt fyrir lok lotunnar komust gestirnir síðan í 1 – 2 forystu þegar þeir nýttu sér að hafa yfirtölu á ísnum. Markið skoraði Birkir Árnason sem jafnframt tryggði það að gestirnir fóru með mark í forskot inn í leikhléið.
Víkingar komu sér fljótlega inn í leikinn í þriðju lotu með marki frá Ben DiMarcoen Ólafur Hrafn Björnsson kom Birninum aftur yfir um miðja lotu. Það voru hinsvegar Víkingar sem áttu lokaorðin í leiknum. Jóhann Már Leifsson jafnaði metin fyrir þá skömmu síðar og Björn Már Jakobsson tryggði sigurinn þegar um þrjár mínútur lifðu leiks. Öll fjögur mörkin í síðustu lotunni komu þegar liðin voru manni fleiri á ísnum nema hvað í síðasta markinu þar sem Víkingar voru tveimur fleir á ísnum.

Mörk/stoðsendingar Víkinga:

Ben DiMarco 2/0
Jóhann Már Leifsson 1/2
Björn Már Jakobsson 1/0
Ingvar Þór Jónsson 0/3
Orri Blöndal 0/1
Stefán Hrafnsson 0/1
Ingþór Árnason 0/1

Refsingar Víkinga: 35 mínútur

Mörk/stoðsendingar Bjarnarins:

Thomas Nielsen 1/1
Ólafur Hrafn Björnsson 1/0
Birkir Árnason 1/0
Brynjar Bergmann 0/1
Lars Foder 0/1
Falur B. Guðnason 0/1

Refsingar Bjarnarins: 55 mínútur

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH