3. leikur í úrslitum

Frá síðasta leik liðanna
Frá síðasta leik liðanna

Þriðji leikur í úrslitum karla fer fram í kvöld en þá mætast Víkingar og Björninn á Akureyri og hefst leikurinn klukkan 19.30

Víkingar geta með sigri tryggt sér íslandsmeistaratitilinn á tímabilinu og það er því að duga eða drepast fyrir Bjarnarmenn í kvöld. Allir leikmenn Víkinga sem tóku þátt í síðasta leik eru klárir í slaginn í kvöld. Björninn mun gera einhverjar breytingar, Trausti Bergmann á ekki heimangengt og Ómar Smári Skúlason kemur inn í liðið í stað Snorra Sigurbergssonar. 

Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt á leikinn má sjá hann bæði á N4 í fjölvarpinu og á netinu og einnig á SA TV og svo mun að sjálfsögðu verða textalýsing á leiknum einsog endranær.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH