1. úrslitaleikur - Björninn - SA

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Fyrsti leikur í úrslitum íslandsmóts kvenna fór fram í Egilshöllinni í gærkvöld en þá mættust Björninn og Skautafélag Akureyrar. Leiknum lauk með sigri SA sem gerði tvö mörk gegn einum marki Bjarnarkvenna.  Það lið sem verður fyrr til að vinna tvo leiki hampar íslandsmeistaratitlinum og því geta SA-konur tryggt sér titilinn með sigri nk. sunnudag en þá fer næsti leikur fram.  
Strax frá fyrstu mínútu fyrstu lotu var sóknarþungi SA-kvenna töluvert meiri en Bjarnarkonur, sem búa vel að markmönnum, náðu hinsvegar að halda hreinu. Leikurinn jafnaðist nokkuð í annarri lotu og það var  Maríana Birgisdóttir sem átti fyrsta mark úrslitakeppninnar að þessu sinni en markið kom á 6. mínútu lotunnar. Stuttu síðar misstu Bjarnarkonur leikmann í refsiboxið  og það voru SA-konur fljótar að nýta sér með marki frá Ragnhildi Kjartansdóttir. 
Í þriðju og síðustu lotunni dundu sóknirnar á Bjarnarmarkinu en það var ekki fyrr en á sextándu mínútu lotunnar sem Sarah Smiley kom þeim yfir.
Einsog áður sagði geta SA-konur tryggt sér titilinn á sunnudaginn kemur en Bjarnarkonur munu án efa gera allt til að komast í þriðja leikinn sem ráðgerður er föstudaginn eftir viku.

Mörk/stoðsendingar Bjarnarins:

Maríana Birgisdóttir 1/0
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 0/1

Refsingar Bjarnarins: 8 mínútur

Mörk/stoðsendingar SA:

Sarah Smiley 1/0
Ragnhildur Kjartansdóttir 1/0
Lísa Lind Ólafsdóttir 0/1
Sunna Björgvinsdóttir  0/1

Refsingar SA: 8 mínútur

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH