Fréttir

Leikir kvöldsins

Leikir kvöldsins eru tveir að þessu sinni. Báðir í meistaraflokki karla og báðir fara fram í Reykjavík.

SA Ásynjur - Björninn umfjöllun

SA Ásynjur bar á laugardaginn sigurorð af Birninum í kvennaflokki með þremur mörkum gegn einu í leik sem fór fram síðastliðin laugardag.

Hokkíhelgi

Tveir leikir eru á dagskrá helgarinnar að þessu sinni og fara þeir báðir fram á Akureyri. Klukkan 16.30 mætast SA Ásynjur og Björninn í meistaraflokki kvenna og strax að honum loknum SA og Björninn í 2. flokki karla.

SA Víkingar - SR umfjöllun

SA Víkingar náðu sex stiga forystu í toppsæti deildarinnar þegar liðið bar sigurorð af Skautafélagi Reykjavíkur með sjö mörkum gegn fjórum í gærkvöld.

Leikur kvöldsins

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur SA Víkinga og Skautafélags Reykjavíkur sem fram fer á Akureyri og hefst klukkan 19.30. Um er að ræða leik sem fara átti fram 13. síðastliðinn en var frestað vegna ófærðar.

SR - Esja umfjöllun

Skautafélag Reykjavíkur lagði í gærkvöld Esju með tveimur mörkum gegn einu en leikurinn fór fram í Laugardalnum. Jafnræði var með liðunum mest allan leikinn sem var í rólegri kantinum en báðir markmenn liðanna létu þó ljós sitt skína.

SA Víkingar - Björninn umfjöllun

SA Víkingar og Björninn áttust við í gærkvöld og lauk leiknum með sigri SA Víkinga sem gerðu átta mörk gegn einu marki gestanna úr Birninum. Með sigrinum náðu Víkingar þriggja stiga forskoti á Bjarnarmenn í toppsæti deildarinnar en þeir eiga jafnframt leik til góða á móti SR-ingum sem fram fer á morgun á Akureyri.

Úrskurður Aganefndar 21.01.2015

Úrskurður aganefndar 21.01.2015

Leikir kvöldsins

Leikir kvöldsins að þessu sinni eru tveir og báðir í meistaraflokki karla. Fyrri leikurinn hefst klukkan 19.30 á Akureyri en þar mætast SA Víkingar og Björninn. Skömmu síðar eða klukkan 20.00 mætast síðan í Laugardalnum SR og UMFK Esja.