Úrskurður aganefndar 21.01.2015

Tekin er fyrir atvikaskýrsla dómara úr leik Skautafélags Reykjavíkur og Skautafélags Akureyrar í 2. flokki karla sem leikinn var þann 11.01.2015.

Leikmaður SA, #10 Baldvin Orri Smárason  hlaut brottvísun úr leik (GM) fyrir slagsmál.

Úrskurður: Brotið færist til bókar  og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa í eins leiks bann.

Leikmaður SR, #8 Hákon Orri Árnason  hlaut brottvísun úr leik (GM) fyrir slagsmál.

Úrskurður: Brotið færist til bókar  og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa í eins leiks bann.

Leikmaður SR, #80 Arnar Hjaltested  hlaut leikdóm úr leik (MP) fyrir að vera þriðji maður  í slagsmál.

Úrskurður: Arnar Hjaltested hlýtur einn leik í bann. Bannið er allsherjarbann.

Fh. Aganefndar

Viðar Garðarsson, formaður