SR - Esja umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Skautafélag Reykjavíkur lagði í gærkvöld Esju með tveimur mörkum gegn einu en leikurinn fór fram í Laugardalnum.  Jafnræði var með liðunum mest allan leikinn sem var í rólegri kantinum en báðir markmenn liðanna létu þó ljós sitt skína.
Það voru SR-ingar sem komust yfir á elleftu mínútu fyrstu lotu þegar þeir nýttu sér að vera einum fleiri á ísnum. Markið átti Sam Krakauer. Það var síðan ekki fyrr en í þriðju og síðustu lotunni sem Esjumenn jöfnuðu leikinn með marki frá Hirti Geir Björnssyni  að mikil spenna hljóp í leikinn. Lengi vel leit út fyrir að fara þyrfti í framlengingu, rétt einsog þegar liðin mættust síðast. Esjumenn misstu hinsvegar mann af leikvelli um þremur mínútum fyrir leikslok og Miloslav Racansky tryggði  skömmu síðar SR-ingum stigin þrjú sem voru í boði.

Með sigrinum nálguðust SR-ingar Bjarnarmenn sem eru í öðru sæti, en fjórum stigum munar á liðunum auk þess SR-ingar eiga leik til góða á Björninn.


Mörk/stoðsendingar Skautafélags Reykjavíkur:
Sam Krakauer 1/0
Miloslav Racansky 1/0
Arnþór Bjarnason 0/1
Ævar Þór Björnsson 0/1
Bjarki Reyr Jóhannesson 0/1

Refsingar Skautafélags Reykjavíkur: 28 mínútur

Mörk/stoðsendingar UMFK Esju:
Hjörtur Geir Björnsson 1/0
Kole Bryce 0/1
Ólafur Hrafn Björnsson 0/1

Refsingar UMFK Esju: 12 mínútur.

Mynd: Hafsteinn Snær

HH