Hokkíhelgi

Úr leik liðanna fyrr í vetur
Úr leik liðanna fyrr í vetur

Tveir leikir eru á dagskrá helgarinnar að þessu sinni og fara þeir báðir fram á Akureyri. Klukkan 16.30 mætast SA Ásynjur og Björninn í meistaraflokki kvenna og strax að honum loknum SA og Björninn í 2. flokki karla.

Leikurinn í kvennaflokknum gæti orðið athyglisverður því þótt 13 stigum muni á liðunum, Ásynjum í hag, þá eiga Bjarnarkonur þrjá leiki til góða á þær. Þær geta því minnkað muninn nái þær að sigra á morgun. Liðin hafa mætst tvisvar sinnum í vetur, fyrri leikinn unnu Ásynjur nokkuð örugglega með 5 mörkum gegn engu en sá síðari var öllu meira spennandi þvi hann endaði 2 - 3 Ásynjum í vil eftir framlengingu. Liðslistar hafa ekki borist frá liðunum og því er ómögulegt að segja til um hvernig stillt verður upp á morgun. 

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH