Fréttir

Stórsigur á Ástralíu 6 - 1

Eftir ósigur gegn Serbíu var íslenska liðið komið upp við vegg og því mikilvægt að eiga góðan leik gegn Ástralíu. Síðustu viðureignir þjóðanna hafa hins vegar verið mjög jafnar og í síðustu þrjú skipti var staðan 2 – 2 eftir venjulegan leiktíma. En í gær var eitthvað allt annað uppi á teningnum og stákarnir vistust staðráðnir í að tryggja sér sætið sitt í riðlinum.

Ástralía - Ísland leikur kvöldsins

Íslenska liðið leikur í kvöld sinn fjórða leik á HM þegar liðið mætir Áströlum og hefst leikurinn klukkan 20.00 einsog fyrri leikir liðsins.

Tap gegn Spánverjum í gærkvöldi

Í gærkvöldi urðu okkar menn að lúta í gras fyrir kraftmiklum Spánverjum. Leikurinn var hins vegar jafn og spennandi og með smá heppni hefðu úrslitin getað verið allt önnur. Fyrsta mark leiksins kom undir lok fyrstu lotu þegar Spánverjar nýttu sér liðsmuninn á meðan íslenska liðið sat af sér refsingu. Fljótlega í 2. lotu juku þeir forskotið í 2 – 0, þá ekki í „power play“ en aðeins sekúndum eftir að okkar maður kom úr refsiboxinu.

Leikur kvöldsins

Næsti leikur strákanna er í kvöld í Skautahöllinni í Laugardal kl 20:00 þegar liðið mætir Spánverjum. Spánverjar komu upp um deild á þessu ári og því léku liðin ekki á liðnu tímabili.

Góður sigur í gær, grátlegt tap í dag.

Mótið fór vel af stað í gær með góðum 3 – 0 sigri á Belgum í opnunarleik mótsins. Eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafði sett mótið hófust átökin, en ekki dróg til tíðinda fyrr enn í þriðju lotu. Þá opnaði Björn Róbert Sigurðarson markareikninginn með sigurmarkinu eftir sendingar frá Agli Þormóðssyni og Pétri Maack. Hin mörkin tvö voru í tómt markið þar sem gestirnir freistuðu þess að þyngja sóknina á lokamínútunum og tóku markmanninn í staðinn úr markinu. Mörkin skoruðu Emil Alengard og Jón Gíslason eftir sendingar frá Birni Róberti og Ingvari Jónssyni. Góður baráttusigur gegn góðu liði Belga.

Ísland - Serbía leikur kvöldsins

Íslenska landsliðið mætir í kvöld liði Serbíu á HM sem haldið er í Laugardalnum og hefst leikurinn klukkan 20.00

Fyrsti leikur Íslands í kvöld.

Í kvöld leikur Ísland sinn fyrsta leik á HM en leikurinn er liður í 2. deildarkeppni a-riðils en þá mætir liðið Belgum í Laugardalnum og hefst leikurinn klukkan 20.00

Landsliðið er skipað eftirtöldum leikmönnum

Á morgun hefst heimsmeistramótið og með komu Björns Róberts Sigurðarsonar þá er loksins komin endanleg mynd á landsliðshópinn. Hópinn skipa 22 leikmenn þ.e. 12 framherjar, 8 varnarmenn og 2 markmenn. Framherjar Emil Alengard Jón Gíslason Robin Hedström Björn Róbert Sigurðarson Jóhann Már Leifsson Egill Þormóðsson Jónas Breki Magnússon Brynjar Bergmann Úlfar Andrésson Arnþór Bjarnason Pétur Maack Andri Már Mikaelsson

Ísland og Ástralía mættust í æfingaleik í kvöld

Í kvöld spilaði karlalandsliðið æfingaleik við Ástralíu sem hingað er komið til lands fyrst keppnisliða. Það er skemmst frá því að segja að liðin skildu jöfn, 2 – 2 en óhætt er að segja að liðin séu jöfn að styrkleika. Fyrsta lotan var markalaus en í 2. lotu steig íslenska liðið upp og var miklu hreyfanlegra á sama tíma og áströlsku leikmennirnir virkuðu þreyttir.

Landsliðinu berst liðsstyrkur frá Ameríku

Björn Róbert Sigurðarson sem spilar í hinni geysisterku NAHL deild í Bandaríkjunum er nú á heimleið eftir að lið hans, Aberdeen Wings datt út úr úrslitakeppninni þar vestra. Björn Róbert er öflugur leikmaður sem þrátt fyrir ungan aldur kemur með mikla leikreynslu inn í liðið og mun styrkja sóknarleikinn hjá liðinu enn frekar.