Ástralía - Ísland leikur kvöldsins

Mynd: Elvar Freyr Pálsson
Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Íslenska liðið leikur í kvöld sinn fjórða leik á HM þegar liðið mætir Áströlum og hefst leikurinn klukkan 20.00 einsog fyrri leikir liðsins.

Ef litið er á stigatöfluna í riðlinum má sjá að leikurinn skiptir gríðarlega miklu máli fyrir bæði lið. Íslenska liðið hefur, að loknum þremur leikjum þrjú stig, einu meira en ástralir sem eru í sjötta og neðsta sæti riðilsins. Á milli liðanna í fimmta sæti koma svo belgar með þrjú stig rétt einsog við en þeir leika gegn serbum í dag og hefst sá leikur klukkan 13.00

Nú er því að duga eða drepast fyrir íslenska liðið og stuðningsmenn þess og mikilvægt að mæta í skautahöllina og gera sitt allra besta. Áfram Ísland!!

HH