Stórsigur á Ástralíu 6 - 1

Kampakátir í leikslok. Ljósmynd Elvar Pálsson
Kampakátir í leikslok. Ljósmynd Elvar Pálsson

Eftir ósigur gegn Serbíu var íslenska liðið komið upp við vegg og því mikilvægt að eiga góðan leik gegn Ástralíu.   Síðustu viðureignir þjóðanna hafa hins vegar verið mjög jafnar og í síðustu þrjú skipti var staðan 2 – 2 eftir venjulegan leiktíma.  En í gær var eitthvað allt annað uppi á teningnum og stákarnir vistust staðráðnir í að tryggja sér sætið sitt í riðlinum.

Leikurinn fór 6 – 1 og var þetta þá fyrsti hreini sigurinn á Áströlum og eiginlega var um yfirburði að ræða.   Góður stöðugleiki var í liðinu og tvö mörk skoruð í hverri lotu en eina mark gestanna kom í fyrstu lotu.

Mörk og stoðsendingar

Robin Hedström 1/3
Emil Alengard  2/0
Jón Gíslason 0/2
Egill Þormóðsson 1/0
Ingþór Árnason 1/0
Jónas Magnússon 0/1
Ingvar Jónsson 0/1