Fyrsti leikur Íslands í kvöld.

Frá æfingaleik íslenska liðsins gegn Áströlum
Frá æfingaleik íslenska liðsins gegn Áströlum

Í kvöld leikur Ísland sinn fyrsta leik á HM en leikurinn er liður í 2. deildarkeppni a-riðils en þá mætir liðið Belgum í Laugardalnum og hefst leikurinn klukkan 20.00.

Útlit er fyrir að riðillinn að þessu sinni verði gríðarlega spennandi en íslenska liðið spilaði í sama riðli á síðasta ári og endaði í 2. sæti með silfur. Flestir leikmenn íslenska liðsins eru klárir þó Andri Már Helgason glími við meiðsli í læri og Arnþór Bjarnason hefur verið veikur.

Við hvetjum fólk til að mæta tímanlega því setningarathöfn mótsins er fimmtán mínútum fyrir leik og svo er bara að muna að öskra ÁFRAM ÍSLAND!

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH