Leikur kvöldsins

Næsti leikur strákanna er í kvöld í Skautahöllinni í Laugardal kl 20:00 þegar liðið mætir Spánverjum. Spánverjar komu upp um deild á þessu ári og því léku liðin ekki á liðnu tímabili. Síðasta viðureign þessara tveggja liða var árið 2013 í Zagreb í Króatíu en þá fór íslenska liðið með sigur af hólmi 6 - 3. Óhætt er að segja að leikurinn í kvöld verði ansi spennandi en Spánverjar hafa þegar unnið einn leik á mótinu, líkt og Ísland.

Eins og og fyrri leikjum Íslands kostar 1500 krónur inn en frítt fyrir 15 ára og yngri. Við lofum gríðarlegri stemmingu í höllinni, fyllum stúkuna og styðjum strákana okkar á HM!

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

GIÞ