Ísland - Serbía leikur kvöldsins

Íslenska landsliðið mætir í kvöld liði Serbíu á HM sem haldið er í Laugardalnum og hefst leikurinn klukkan 20.00. Einsog hokkíáhugamenn vita vann liðið belga í gærkvöldi með þremur mörkum gegn engu en við birtum síðar í dag umfjöllun um þann leik. Síðast þegar lið Íslands og Serbíu mættust þurfti bæði til framlengingu og vítakeppni til að útkljá leikinn. Emil Alengard tryggði Íslandi á endanum sigurinn í þeim leik, en alls þurfti hvort lið að taka sex víti áður en niðurstaðan lá fyrir. Serbarnir hafa verið aðeins upp og niður síðustu ár en með góðum stuðningi áhorfenda getur allt gerst. Það er því ástæða til að fyrir hokkíáhugamenn að mæta á svæðið og láta vel í sér heyra.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH