Landsliðinu berst liðsstyrkur frá Ameríku

Björn Róbert Sigurðarson
Björn Róbert Sigurðarson

Björn Róbert Sigurðarson sem spilar í hinni geysisterku NAHL deild í Bandaríkjunum er nú á heimleið eftir að lið hans, Aberdeen Wings datt
út úr úrslitakeppninni þar vestra. Björn Róbert er öflugur leikmaður sem þrátt fyrir ungan aldur kemur með mikla leikreynslu
inn í liðið og mun styrkja sóknarleikinn hjá liðinu enn frekar.