SA Ásynjur - Björninn umfjöllun

Frá leiknum á laugardag
Frá leiknum á laugardag

SA Ásynjur bar á laugardaginn sigurorð af Birninum í kvennaflokki með þremur mörkum gegn einu í leik sem fór fram síðastliðin laugardag.
Ásynjur sóttu töluvert meira í leiknum heldur en Bjarnakonur  en það var á tólftu mínútu. Markið átti Kolbrún Garðarsdóttir eftir að Karitas Sif, markmaður Bjarnarins, hafði varið frá Evu Maríu Karvelsdóttir. Fljótlega í annarri lotu bætti Ragnhildur Kjartansdóttir við öðru marki fyrir Ásynjur með góðu skoti. Bjarnarkonur náðu hinsvegar að svara fyrir sig skömmu síðar og var þar á ferðinni Flosrún Vaka Jóhannesdóttir. Skömmu fyrir lotulok jók Silvía Rán Björgvinsdóttir forystuna fyrir Ásynjur með góðu einstaklingsframtaki en skömmu áður hafði Björninn fengið gott færi til að jafna metin. Ekkert var síðan skorað í þriðju og síðustu lotunni og stigin þrjú því Ásynja.

Með sigrinum tryggðu Ásynjur sér deildarmeistaratitilinn og heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni sem fram fer síðari partinn í febrúar. Við óskum Ásynjum til hamingju með titilinn.

Mörk/stoðsendingar SA Ásynjur:
Kolbrún Garðarsdóttir 1/1
Silvía Björgvinsdóttir 1/0
Ragnhildur Kjartandsóttir 1/0
Eva María Karvelsdóttir 0/1

Refsingar SA Ásynja: 18 mínútur

Mörk/stoðsendingar Björninn
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 1/0
Karen Þórisdóttir 0/1

Refsingar Björninn: 12 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH