Leikur kvöldsins

Úr leik liðanna fyrr á tímabilinu
Úr leik liðanna fyrr á tímabilinu

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur SA Víkinga og Skautafélags Reykjavíkur sem fram fer á Akureyri og hefst klukkan 19.30. Um er að ræða leik sem fara átti fram 13. síðastliðinn en var frestað vegna ófærðar.

Bæði liðin léku í gær og unnu sigra í leikjum sínum og mæta því leikinn full bjartsýni. Víkingar unnu öruggan sigur á Birninum í sínum leik og sóttu mikinn allan leikinn. Ekki er vitað um meiðsl í liði Víkinga en Gunnar Darri Sigurðsson er í leikbanni. SR-ingar áttu erfiðan leik gegn Esju en náðu að tryggja sér sigur á síðustu mínútu leiksins. Hjá SR-ingum eru Daníel Steinþór Magnússon og Jón Andri Óskarsson ekki með en annars er liðið skipað á sama hátt og í síðasta leik.

Þeir sem ekki eiga heimangengt á leikinn í kvöld geta horft á leikinn í beinni netútsendingu hér.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH