Fréttir

U18 - Serbía

2017 IIHF ICE HOCKEY U18 WORLD CHAMPIONSHIP Div. II Group B hefst í dag með leik Ástralíu og Íslands, leikur hefst kl 13:00 á staðartíma. Strákarnir okkar eru hressir og kátir, þrátt fyrir ýmsar hremmingar sem við þurftum að takast á við í undirbúningi liðsins. Liðið mætti til Novi Sad á fimmtudagskvöld og var áætlað að æfa stíft fram að móti. Þar sem ísvélar skautahallarinnar í Novi Sad biluðu þá var ákveðið að færa mótið til Belgrad.

Úrslitakeppni kvenna hófst í kvöld

Í kvöld hófst úrslitaeinvígi kvenna með leik Ynja og Ásynja á Akureyri. Liðin koma bæði frá Skautafélagi Akureyrar og eru þannig saman sett að lið Ásynja er skipað leikmönnum 20 ára og eldri en lið Ynja yngri en 20 ára. Ásynjur eru ríkjandi Íslandsmeistarar auk þess sem þær tryggðu sér nýlega deildarmeistaratitilinn. Í kvöld voru það hins vegar Ynjurnar sem voru sterkara liðið og unnu nokkuð sannfærandi 6 - 4 sigur í annars mjög fjörugum leik þar sem hart var tekist á. Næsti leikur fer fram á þriðjudaginn og hefst leikurinn kl. 19:30. Eins og gefur að skilja fer leikurinn fram í Skautahöllinni á Akureyri.

Úrslitakeppni Hertz-deildar kvenna hefst 11. mars 2017

Nú er komið að úrslitakeppni Hertz-deildar kvenna í íshokkí. Fyrsti leikur í úrslitakepninni hefst 11. mars, annar leikurinn verður 14. mars og svo hinn þriðji 16. mars 2017. Allir leikirnir verða leiknir í Skautahöllinni á Akureyri.

Landslið U18 á leið til Novi Sad

Landslið Íslands U18 er á leið í 2017 IIHF ICE HOCKEY U18 WORLD CHAMPIONSHIP Div. II Group B sem haldið verður í Novi Sad Serbíu 13. til 19. mars 2017. Landslið Íslands mun nokkra daga fyrir mót vera með landsliðsæfingar í Novi Sad og æfingaleik gegn Serbíu. Mótherjarnir eru Ástralía, Holland, Serbía, Spánn og Belgía.

Heimsmeistaramót kvenna hafið á Akureyri

2017 IIHF Women´s World Championship Div II b er hafið í Skautahöllinni á Akureyri. Mikilvægt er að sjá sem flesta og hvetjum við fólk til að mæta og styðja við íslenska liðið. Fyrsti leikur búinn með algjörum yfirburðum Íslenska liðsins og veisla framundan.

Hertz-deild karla og kvenna, þriðjudaginn 21. febrúar

Þrír leikir eru í kvöld, 21. febrúar 2017. SA tekur á móti Birninum í Hertz-deild karla, SR tekur á móti Ynjum í Hertz-deild kvenna og svo er það 3fl þar sem Björninn tekur á móti SR.

UMFK Esja deildarmeistarar 2017

Eins og kunnugt er þá öðlaðist UMFK Esja fyrir nokkrum dögum þann árangur að verða deildarmeistarar í Hertz-deild karla 2016/2017

Leikir helgarinnar - Hertz- deild karla og kvenna

Hokkíhelgi framundan - Akureyri og Reykjavik

ÚRSKURÐUR AGANEFNDAR 14.02.2017

Hertz-deild karla - tveir leikir í kvöld

Björninn tekur á móti SR og SA-Víkingar taka á móti UMFK Esju.... þetta verður eitthvað