Heimsmeistaramót kvenna hafið á Akureyri

Heimsmeistaramót kvenna í íshokkí í 2.deild riðli b er hafið og fer mótið fram í Skautahöllinni á Akureyri.  Landslið Nýja Sjálands, Tyrklands, Rúmeníu, Mexico og Spánar voru að týnast til Íslands fyrir helgina og er spennan og eftirvæntingin mikil hér á Akureyri.

Mjög mikilvægt er að fólk mæti í Skautahöllina á Akureyri á leiki Íslenska liðsins sem hefjast allir kl 20:00.  Næsti leikur er í kvöld, þriðjudag og er mótherjarnir frá Mexico.  Á fimmtudaginn 2. mars er svo leikur á móti Tyrklandi, föstudaginn 3. mars er leikið á móti Nýja Sjálandi og svo er lokaleikur mótsins á sunnudagskvöld þegar íslenska liðið tekur á móti Spáni.

Íslenska kvenna­landsliðið byrjaði vel í gærkvöldi þegar liðið vann stór­sig­ur á Rúm­en­íu, 7:2.

Yfirburðir Íslands á móti Rúmenum voru algjörir og staðan var 3:0 strax að lokn­um fyrsta leik­hluta og í öðrum hluta bætti ís­lenska liðið við fjórða mark­inu. Tvö mörk Rúm­ena í þriðja og síðasta leik­hluta komu ekki að sök því Ísland bætti við þrem­ur í viðbót og vann fimm marka sig­ur, 7:2.

Diljá Björgvinsdóttir var valin besti leikmaður íslenska liðsins í fyrsta leiknum.

Sil­vía Rán Björg­vins­dótt­ir skoraði tvö marka Íslands og þær Birna Bald­urs­dótt­ir, Flosrún Vaka Jó­hann­es­dótt­ir, Krist­ín Inga­dótt­ir, Kar­en Þóris­dótt­ir og Sunna Björg­vins­dótt­ir skoruðu eitt mark hver.

Ísland er því með þrjú stig eft­ir fyrstu um­ferðina eins og Nýja-Sjá­land, sem vann Tyrk­land, 5:3, og Mexí­kó sem vann Spán 3:1.

 

Við hvetjum alla til að koma og hvetja landslið Íslands, sjáumst í Skautahöllinni á Akureyri.