Úrslitakeppni kvenna hófst í kvöld

Anna Sonja, Guðni Th. og Ragnhildur
Anna Sonja, Guðni Th. og Ragnhildur

Í kvöld hófst úrslitaeinvígi kvenna með leik Ynja og Ásynja á Akureyri.  Liðin koma bæði frá Skautafélagi Akureyrar og eru þannig saman sett að lið Ásynja er skipað leikmönnum 20 ára og eldri en lið Ynja yngri en 20 ára.   Ásynjur eru ríkjandi Íslandsmeistarar auk þess sem þær tryggðu sér nýlega deildarmeistaratitilinn.


Í kvöld voru það hins vegar Ynjurnar sem voru sterkara liðið og unnu nokkuð sannfærandi 6 - 4 sigur í annars mjög fjörugum leik þar sem hart var tekist á.   Næsti leikur fer fram á þriðjudaginn og hefst leikurinn kl. 19:30.  Eins og gefur að skilja fer leikurinn fram í Skautahöllinni á Akureyri.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson kom á leikinn (og horfði á allan leikinn) og tók fyrsta uppkast leiksins með fyrirliðum liðanna þeim Önnu Sonju Ágústsdóttur (Ásynjur) og Ragnhildur Kjartansdóttir (Ynjur). Kunnum við hjá ÍHÍ forsetanum bestu þakkir fyrir viðleitnina og vonum að hann hafi skemmt sér vel á leiknum.

Meðfylgjandi mynd tók Ásgrímur Ágústsson, hirðljósmyndari og heiðursfélagi hjá Skautafélagi Akureyrar.