Fréttir

Úrslitakeppni kvenna

Úrslitakeppni í meistaraflokki kvenna hefst í byrjun næstu viku en til úrslita leika lið Ásynja og Bjarnarins. Það lið sem fyrr verður til að ná sigri í þremur leikjum hampar íslandsmeistaratitlinum.

Ósigur fyrir Spánverjum á HM 0-3

Íslenska kvennaliðið varð að sætta sig við ósigur í síðasta leik sínum á HM IIb í Suður Kóreu í morgun sem var gegn sterku liðið Spánar sem tryggði sér þar með annað sætið í keppninni. Birna Baldursdóttir var valin maður leiksins.

Greiðsla ofl.

Nú þarf að fara að ganga frá greiðslu vegnar ferðarinnar til Serbíu.

Ísland- Suður Afríka 6-2

Kvennalandsliðið vann öruggan sigur á Suður Afríku í dag með 6 mörkum gegn 2 og er í þriðja sæti á eftir liðum Póllands og Spánar þegar síðasti leikdagur er eftir. Flosrún Jóhannesdóttir var valin maður leiksins í Íslenska liðinu.

Æfing

Sergei Zak og Daniel Kolar hafa ákveðið að hafa æfingu á morgun fimmtudag.

Björninn - SR 4. leikur í úrslitum

Björninn og Skautafélag Reykjavíkur léku fjórða leik sinn í úrslitakeppninni í íshokkí í gærkvöld og fór leikurinn fram í Egilshöll. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði 7 mörk gegn 4 mörkum SR-inga. Með sigrinum tryggðu Bjarnarmenn sér íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki karla þetta tímabilið en þetta er jafnframt í fyrsta skiptið sem félagið hampar titlinum í karlaflokki.

Sigur, jafntefli og tap

Þá eru þrír leikir búnir (lýsingar í fréttum á forsíðu) og tveir eftir við Suður Afríku á morgun og Spán á föstudag. Stelpurnar okkar eru í fjórða sæti með 4 stig en eitt stig skilur af liðin í öðru til fimmta sæti þannig að enn eru verðlaunasæti í boði. Pólland trónir á toppnum með 9 stig.

Handbók ofl.

Handbók vegna ferðarinnar er komin á netið.

Pólland hafði betur gegn Íslandi 2-7

Þá er komið að þriðja leik íslenska kvennalandsliðsins á HM IIb í S.Kóreu að þessu sinni gegn Pólverjum. Póska liðið hefur unnið báða sína leiki gegn Spánverjum og Belgum og eru með fjölmennt og sterkt lið. Íslenska liðið vann einnig Belga en háði jafna baráttu við Kóreumenn sem höfðu sigur í vítakeppni eftir framlengingu. Það er því búist við æsispennandi leik þar sem stúlkurnar okkar þurfa að láta allt ganga upp til að fara með sigur af hólmi.

4. leikur í úrslitum

Á morgun, þriðjudag, verður leikinn fjórði leikurinn í úrslitarimmunni um íslandsmeistaratitilinn.