Pólland hafði betur gegn Íslandi 2-7

frá leik gegn Belgiu
frá leik gegn Belgiu

Framvinda leiksins:

Sara Smiley var valin maður leiksins en hún átti bæði mörkin sem skoruð voru. Fyrra markið kom strax í byrjun annars leikhluta og átti Steinunn Sigurgeirsdóttir stoðsendinguna en þær pólsku náðu að svara svotil strax. Hitt markið kom þegar íslenska liðið var manni fleiri á ísnum og rúmar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum. Stoðsendingar af seinna marki Íslands áttu Guðrún Blöndal og Steinunn Sigurgeirsdóttir. Í heildina litið er markatalan ekki lýsandi fyrir gang leiksins því hann var mjög jafn, sérstaklega fyrstu tveir leikhlutarnir. Pólska liðið hefur að skipa fjórum sterkum línum og voru þær því sprækari í síðasta leikhlutann og sýndu sterkari leik. Sóknir okkar stúlkna voru yfirvegaðar og vel spilaðar þó að ekki hafi gengið að koma pekkinum oftar í netið.

Fyrsta leikhluta lokið og staðan 0-1 fyrir Póllandi. Leikurinn hefur mikið farið fram á varnarsvæði okkar stúlkna og þær hafa sýnt góða baráttu og góðan varnarleik. Eina mark leikhlutans kom eftið að ein pólverjanna náði að brjótast í gegn um framstæða vörn og komst ein að markinu og markmaður okkar náði ekki að sjá við henni. Stelpurnar okkar þurfa að stilla sig aðeins betur saman, vanda sendingar betur þá eiga þær í fullu tré við þær pólsku.

Upphitun, tæpur hálftími í að leikur hefjist.