Björninn - SR 4. leikur í úrslitum

Frá leiknum í gærkvöld                                                                                              Mynd: Gissur Gunnarsson

Björninn og Skautafélag Reykjavíkur léku fjórða leik sinn í úrslitakeppninni í íshokkí í gærkvöld og fór leikurinn fram í Egilshöll. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði 7 mörk gegn 4 mörkum SR-inga. Með sigrinum tryggðu Bjarnarmenn sér íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki karla þetta tímabilið en þetta er jafnframt í fyrsta skiptið sem félagið hampar titlinum í karlaflokki.

Bæði lið mættu vel mönnuð til leiks en það voru SR-ingar sem gerðu fyrsta markið á sjöttu mínútu leiksins en þar var á ferðinni Björn Róbert Sigurðarson. Um miðja lotuna svöruðu Bjarnarmenn með tveimur mörkum  en einungis liðu sextán sekúndur milli markanna. Fyrra markið átti Matthías Skjöldur Sigurðsson en það síðara Ólafur Hrafn Björnsson. Jafnt var hinsvegar þegar liðin héldu í leikhlé því Egill Þormóðsson jafnaði metin fyrir fyrir SR-inga á 16. mínútu og leikurinn galopinn.

Í annarri lotunni náðu heimamenn í Birninum hinsvegar tveggja marka forystu en fyrra markið kom eftir um fimm mínútna leik og hið síðara tíu mínútum síðar. Bæði mörkin gerði aldurforsetinn í Bjarnarliðinu Sergei Zak.

Þriðja og síðasta lotan var lengi vel markalaus en rétt eftir miðja lotu minnkaði Gauti Þormóðsson metin fyrir SR-inga og staðan því 4 – 3 og leikurinn galopinn. Það voru hinsvegar Bjarnarmenn sem höfðu betur á lokasprettinum því þeir áttu tvö næstu mörk. Hjörtur Geir Björnsson  kom með fyrra markið og Sergei Zak það síðara þegar um tvær mínútur voru eftir af leiknum. Það var samt enn tími til að skora mörk og Daniel Kolar minnkaði muninn í 6 – 4 fyrir SR-inga. Úlfar Jón Andrésson átti síðan lokaorðið þegar hann skoraði síðasta mark leiksins en á þeim tíma höfðu SR-ingar tekið markmann sinn af velli til að freista þess að jafna.

Við óskum Bjarnarmönnum að sjálfsögðu til hamingju með titilinn.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Sergei Zak 3/0
Ólafur Hrafn Björnsson 1/1
Hjörtur Geir Björnsson 1/1
Matthías S. Sigurðsson 1/0
Úlfar Jón Andrésson 1/0
Sigurður Óli Árnason 0/2
Birgir Jakob Hansen 0/1
Gunnar Guðmundsson 0/1

Refsingar Björninn: 44 mínútur

Mörk/stoðsendingar SR:

Gauti Þormóðsson 1/2
Daniel Kolar 1/1
Egill Þormóðsson 1/0
Björn Róbert Sigurðarson 1/0
Guðmundur Ragnar Björgvinsson 0/1
Andri Þór Guðlaugsson 0/1

Refsingar SR: 70 mínútur.

HH