Ísland- Suður Afríka 6-2


Íslenska liðið                                                                                                                            Mynd: IIHF

Leikur dagsins var gegn því liði sem verst hefur gengið á mótinu og er vandasamt að koma inn í slíkan leik þar sem hætta er á að að leikmenn sýni kæruleysi og spili ekki af fullum krafti.  Leikurinn fór hægt af stað hjá íslenska liðinu og fyrsti leikhluti einkenndist af ónákvæmni í sendingum okkar stúlkna, færin voru ekki nýtt nógu vel og vörnin var of róleg. Síðan náði liðið takti og leikurinn fór batnandi allt til loka. Suður Afríka fyrsta markið eftir óþarflega klaufalega opnun í vörninni en okkar stúlkur náðu að svara fyrir með tveimur mörkum í seinni hluta lotunnar. Steinunn Sigurgeirsdóttir og Flosrún Jóhannesdóttir áttu mörkin í fyrsta leikhluta með stoðsendingum frá Önnu Sonju Ágústsdóttur, Söru Smiley, Bergþóru Bergþórsdóttur og Hönnu Rut Heimisdóttur.

Ekki voru skoruð mörk í öðrum leikhluta, þó að liðið að næði góðum tökum á leiknum vildi pökkurinn ekki inn.

Í síðasta leikhluta voru skoruð 4 mörk en þar voru á ferðinni fyrir okkar lið Guðrún Blöndal, Birnar Baldursdóttir, Hanna Rut Heimisdóttir og Linda Brá Sveinsdóttir. Stoðsendingar áttu Lilja Sigfúsdóttir, Sarah Smiley, Silja Gunnlaugsdóttir, Flosrún Jóhannesdóttir og Sigríður Finnbogadóttir.

Flosrún Vaka Jóhannesdóttir var valinn leikmaður liðsins að leik loknum.

Íslenska liðið átti 88 skot á mark mótherjanna í leiknum en aðeins 6 rötuðu inn.