Ósigur fyrir Spánverjum á HM 0-3

Hart tekist á í leik Íslands og Spánar
Hart tekist á í leik Íslands og Spánar

Íslenska kvennaliðið varð að sætta sig við ósigur í síðasta leik sínum á HM IIb í Suður Kóreu í morgun sem var gegn sterku liðið Spánar sem tryggði sér þar með annað sætið í keppninni. Birna Baldursdóttir var valin maður leiksins.

Þessi síðasti leikur stúlknanna okkar fór vel af stað hjá þeim, bæði vörn og sókn stóðu sig eins og til var ætlast en engin mörk litu dagsins ljós í fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta sóttu þær Spænsku í sig veðrið og náðu að koma pekkinum í mark Íslands án þess að næðist að svara fyrir þrátt fyrir að stelpurnar okkar ættu nokkur góð færi. Sama má segja um síðasta leikhlutann, okkar stelpur gáfu ekkert eftir og spiluðu vel allt til síðustu sekúndu en áttu við ofurefli að etja. Heilt á litið hefur Íslenska liðið staðið sig mjög vel á þessu móti, undirbúningur var góður og liðið spilaði eftir bestu getu og gaf sig 100% í verkefnið.

Tölulegar staðreyndir úr leiknum má sjá hér.