Fréttir

Mfl kvenna hjá Skautafélagi Akureyrar

Kvennalið SA hefur haft einstaka yfirburði hér á landi og hafa landað íslandsmeistaratitli óslitið síðan 2006. Liðið er að mestu skipað landsliðsleikmönnum á aldrinum 16-38 ára og er því gríðar sterkt í ár sem og síðustu ár. Áskorun hefur ekki verið nægileg í deildinni hér á landi og freistar það því gæfunnar á erlendri grundu til að sjá hvar það stendur miðað við önnur lið á norðurlöndunum.

Landslið Íslands U20 hefur verið valið

Landslið U20 tekur þátt í heimsmeistaramóti U20 sem haldið verður í Skautahöllinni í Laugardal 14. - 20. janúar 2019. Landslið Íslands hefur verið valið.

Íshokkímaður ársins 2018

Jóhann Már Leifsson hefur verið valinn íshokkímaður ársins 2018 af stjórn Íshokkísambands Íslands. Jóhann Már hefur um árabil leikið með meistaraflokki Skautafélags Akureyrar með frábærum árangri og margsinnis hampað Íslands- og deildar- og bikarmeistaratitli. Hlutverk hans með landsliðinu hefur vaxið jafnt og þétt og er hann nú lykilmaður í liðinu. Jóhann Már er þekktur fyrir baráttu sína og vinnusemi inn á ísnum ásamt því að vera góður liðsfélagi og ávallt tilbúinn til að taka þátt í landsliðsverkefnum og er til fyrirmyndar í alla staði. Íshokkísamband Íslands óskar Jóhanni Má innilega til hamingju með árangurinn.

Íshokkíkona ársins 2018

Silvía Rán Björgvinsdóttir hefur verið valin íshokkíkona ársins 2018 af stjórn Íshokkísambands Íslands. Silvía Rán Björgvinsdóttir er vel að þessu komin enda frábær leikmaður í alla staði. Hún spilar með Skautafélagi Akureyrar í Íslandsmóti kvenna og U20 í karlaflokki, hún hefur um árabil spilað með landsliði Íslands í íshokkí og tekið þátt í nokkrum heimsmeistaramótum og verið gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir landsliðið frá 16 ára aldri. Íshokkísamband Íslands óskar Silvíu Rán innilega til hamingju með árangurinn. Silvía Rán er fyrirmynd margra ungra leikmanna og er íshokkíhreyfingunni á Íslandi til mikils sóma.

Jólagjöfin í ár

Nú er einfalt að versla jólagjöfina í ár. Aðgöngumiði að heimsmeistaramóti U20 sem verður í Skautahöllinni í Laugardal.

Félagsskipti

Fjölnir-Björninn hefur óskað eftir félagsskiptum fyrir Hilmar Benedikt Sverrisson frá Danmörku. Danska sambandið hefur samþykkt félagsskiptin, félagaskiptagjald hefur verið greitt og leikheimild gefin hér út.

Landsliðsæfing A landslið karla. 7. og 8. des 2018

Um næstu helgi er landsliðsæfing A landslið karla í Skautahöllinni Laugardal.

Landsliðsæfingahópur U18 – 7. - 9. des 2018

Dagskrá helgarinnar má finna hér.

Stjórn ÍHÍ

Árni Geir Jónsson formaður Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) hefur beðið lausnar frá störfum vegna persónulegra aðstæðna. Stjórn ÍHÍ þakkar Árna Geir fyrir vel unnin störf í áraraðir og óskar honum velfarnaðar. Árni hefur verið í stjórn ÍHÍ um árabil og þar af sem formaður sambandsins undanfarna 18mánuði. Þar áður var hann í stjórn Bjarnarins og meðal annars formaður klúbbsins.

U15 hokkístelpur á leið til Bandaríkjanna

6.-12. janúar 2019 munu 15 hokkístelpur í aldurshópi U15 fara til Bandaríkjanna í keppnisferð. Um er að ræða ICWG (International children winter games) í Lake Placid sem eru Alþjóðlegir vetrarleikar fyrir börn á aldrinum 12-15 ára. Þetta er keppni bæjarfélaga þannig að liðið keppir í nafni Akureyrar á mótinu.