Four Nations - æsispennandi lokadagur

Apríl Orongan að tryggja sigur Íslands á Bretlandi í lokaleik mótsins. Mynd: Hafsteinn Snær Þorstein…
Apríl Orongan að tryggja sigur Íslands á Bretlandi í lokaleik mótsins. Mynd: Hafsteinn Snær Þorsteinsson

Í gærkvöldi lauk Four Nations-mótinu í Skautahöllinni í Laugardal.  Fyrri leikur dagsins var leikur Póllands og Spánare.  Fyrir þennan leik voru Pólverjar búnir að vinna einn leik og tapa einum.  Spánverjar voru hinsvegar búnir að vinna sínar fyrri viðureignir þannig að ef Pólland hefði náð sigri í þeim leik þá hefði það hleypt heldur betur spennu í mótið.  En leikurinn var nokkuð jafn og spennandi þó að þær spænsku hafi verið meira ráðandi í leiknum og náðu að nýta færin sín vel og komust voru 2 - 1 yfir þegar fyrsti leik hluti var búin.  Í örðum leikhluta skourðu hvort liðið um sig eitt mark og var staðan þá orðin 3 - 2 fyrir þeim spænsku áður en þriðji og síðstai leikhluti hófst.  Þrátt fyrir góð tilþrif þá náðu þær pólsku ekki að nýta nægilega vel þeirra tækifæri til að jafna leikinn en engu að síður skoruðu liðin eitt mark hvort og leikurinn endaði með sigri þeirra spænsku 4 - 3 og urðu það stigahæstar eftir mótið og gullið tryggt. 

Seinni leikur kvöldsins var háspennuleikur, svo ekki sé meira sagt.  Þar mættust Ísland og Bretland í síðasta leik mótsins.  Bretland tapaði fyrir Spán en náði sigri gegn þeim pólsku.  Íslenska liðið hafði tapað fyrir Spán í erfiðum leik og einnig á móti Póllandi, sem var jafnari.  Þannig að fyrirfram mátti gera ráð fyrir því að Bretland væri það lið sem íslenska liði ætti góða möguleika á að sigra, í það minnsta ná mjög góðum úrslitum.  Eftir fyrsta leikhluta var staðan 1 - 0 fyrir Bretlandi en þar voru íslensku stelpurnar smá stund að ná sínum takti. Voru fyrstu 5 mínútur lotunnar að þreifa fyrir sér og það munaði um Maríu Sól og Brynhildi Hjaltested sem voru frá vegna meiðsla.  Í öðrum leikhluta var allt annað að sjá til íslenska liðsins þar sem leikur þeirra var ákveðinn, skipulagður og skemmtilegur á að horfa.  Liðin skildu jöfn í öðrum leikhluta, 0 - 0, og mikill stígandi i íslenska liðinu.  Í þriðja leikhluta var fullt sjálfstraust hjá okkar stelpum sem náðu að verjast vel og gáfu sér fá færi og náðu oft og tíðum ógna verulega að marki þeirra bresku.  Rétt fyrir miðja lotu náði Hilma Bóel Bergsdóttir að spila sig inn í svæði Bretlands og skora jöfnunarmark Íslands með frábæru skoti út við stöng hjá þeim bresku og staðan var þá orðin 1  - 1 og leikurinn allur í járnum.  Eftir að venjulegaum leiktíma lauk var staðan enn 1 - 1 og þá var gripið til framlengingar, 5 mínútur 3 á 3.  Þar sem  þær bresku misstu einn leikmann útaf í enda þriðja leikhluta hófst framlengingin á að Ísland spilaði með fjóra leikmenn gegn þremur leikmönnum Bretlands.  Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því var gripið til vítakeppni, 3 vítaskot á hvert lið.  Ísland byrjaði og þar var markaskorarinn Hilma Bóel fyrst en hún náði ekki að nýta sitt færi og þær bresku ekki heldur sömuleiðis.   Kolbrún Garðarsdóttir skoraði úr öðru víti Íslands með hárfínu skoti rétt yfir púða markmanns Bretlands.   Annað vítaskot Bretlands hafnði í stöng og út.  Apíl Orangan rak svo smiðshöggið á sigur Íslands með frábæru vítaskoti yfir blokker, vinstra megin.  Fögnuðurinn var ósvikin í leikslok hjá okkar stúlkum og þeim áhorfendum sem mættir voru í höllina.   Í leikslok var Hilma Bóel valin maður leiksins hjá íslenska liðinu.

Eftir þennan leik voru öllum leikmönnum afhent þátttökuverðlaun af starfsmönnum mótsins og formaður ÍHÍ afhenti síðan verðlaunagripi fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti mótins og þakkaði öllum þátttöku þjóðum fyrir komuna og óskaði þeim góðrar heimferðar.

Hægt er að skoða tölfræði og úrslit leika í Hydra-kerfi ÍHÍ hér.