Efsta deildin í Svíþjóð bætist við hjá Viaplay

Nýverið hóf streymiveitan Viaplay að streyma NHL á Íslandi við góðar undirtektir en í gær varð ljóst að efsta deildin í Svíþjóð, SHL, verður einnig aðgengileg áhorfendum á Íslandi í gegnum Viaplay.  Það er sannarlega skemmtilegt fyrir okkur íslendinga að loksins séu leikir í tveimur efstu íshokkídeildum heimsins aðgengilegir beint heim í stofu.  Leikir í SHL eru á skaplegri tíma en leikirnir í NHL, t.d er leikur á milli Leksand og Växjö kl.15:00 á morgun (laugardag),  en flestir leikir í NHL eru seint um kvöld fyrir utan leiki sem eru spilaðir á austurströnd Norður Ameríku en þeir leikir hefjast venjulega í kringum 17:00.

Nánar er hægt að skoða íþróttadagskrá Viaplay á vefnum þeirra.

Hægt er að horfa á íslenskt íshokkí á streymirás ÍHÍ á Youtube, næsti leikur er leikur SA gegn SR í Hertz-deild karla á morgun laugardag kl.16:45 og síðan leik í Íslandsmóti U16 á milli SA og SR kl.19:00!

Einnig er vert að benda Úrslitaþjónustu ÍHÍ en þar er hægt að finna stöðuna í deildunum og ýmsa aðra tölfræði.