Fréttir

Leikur kvöldsins

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur SR Fálka og Bjarnarins og fer hann fram í skautahöllinni í Laugardal og hefst klukkan 19.45. Liðskipan liðanna er komin á hreint og ætti hún að vera komin á á tölfræðisíðu okkar um hádegisbil.

SR - SA umfjöllun

SR tók á móti SA í meistaraflokki kvenna sl. laugardag í fjörmiklum leik þar sem mörkin létu ekki á sér standa. Leiknum lauk með sigri SA-kvenna sem gerðu 13 mörk gegn 5 mörkum SR-kvenna.

SR - Víkingar umfjöllun

Skautafélag Reykjavíkur áttust við á íslandsmótinu sl. laugardagskvöld. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu fimm mörk gegn engu marki SR-inga.

Úrskurður Aganefndar 21.10.2013

Hokkíhelgin

Hokkíhelgin framundan er fjölbreytt að vanda en að þessu sinni fara fram tveir leikir í meistaraflokki sunnan heiða og svo mót í 5; 6. og 7. flokki á Akureyri en mót þetta hefur oftar en ekki verið kennt við Brynju.

Æfingabúðir karlalandsliðs

Einsog komið hefur fram hér á síðunni verða haldnar æfingabúðir fyrir karlalandslið Íslands helgina 1 - 3 nóvember í Reykjavík.

Æfingabúðir U20 ára landsliðs

Einsog komið hefur fram hér á síðunni verða haldnar æfingabúðir fyrir U20 ára landslið Íslands helgina 1 - 3 nóvember í Reykjavík.

Björninn - SR umfjöllun

Björninn og Skautafélag Reykjavíkur léku á íslandsmóti kvenna sl. þriðjudagskvöld og lauk leiknum með sigri Bjarnarins sem gerði tíu mörk án þess að SR-konur næðu að svara fyrir sig.

Jötnar - Húnar umfjöllun

Jötnar og Húnar mættust á íslandsmótinu í íshokkí á Akureyri í gærkvöld. Þetta var jafnframt fyrsti heimaleikur Jötna á tímabilinu en þeir unnu leikinn með sex mörkum gegn þremur og náðu með því í sín fyrstu stig á tímabilinu..

Leikir kvöldsins

Leikir kvöldsins eru tveir að þessu sinni og fara fram á sitthvoru landshorninu.