Leikur kvöldsins

Frá leik SR og Víkinga sl. laugardagskvöld
Frá leik SR og Víkinga sl. laugardagskvöld

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur SR Fálka og Bjarnarins og fer hann fram í skautahöllinni í Laugardal og hefst klukkan 19.45. Liðskipan liðanna er komin á hreint og ætti hún að vera komin á á tölfræðisíðu okkar um hádegisbil.

SR Fálkar munu mæta með svipaða uppstillingu og í undanförnum leikjum og nýta þá skiptimenn sem leyfilegir eru. Einn leikmaður er þó kominn til baka frá síðasta tímabili en það er Sindri Björnsson. Lið Bjarnarmanna er ekki fullskipað einsog það hefur verið í undanförnum leikjum. Úlfar Jón Andrésson, Gunnar Guðmundsson og Róbert Freyr Pálsson eru erlendis og verða því ekki með í kvöld.
Það má með sanni segja að þessi vika, frá síðasta laugardegi að telja , sé annasöm því leiknir verða fjórir leikir á sjö dögum. Það verður bara að teljast góður undirbúningur fyrir landsliðshelgi sem verður svo helgina á eftir.

Mynd: Hafsteinn Snær Þorsteinsson

HH