SR - SA umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

SR tók á móti SA í meistaraflokki kvenna sl. laugardag í fjörmiklum leik þar sem mörkin létu ekki á sér standa. Leiknum lauk með sigri SA-kvenna sem gerðu 13 mörk gegn 5 mörkum SR-kvenna.

Hvorki meira né minna en átta mörk voru skoruð í fyrstu lotunni. Gestirnir í SA áttu fimm þeirra en heimakonur þrjú. Guðrún Marin Viðarsdóttir og Silvía Rán Björgvinsdóttir komu SA í tveggja marka forystu varnarmaðurinn Karen Ósk Þórisdóttir og Hjördís Albertsdóttir jöfnuðu leikinn fyrir SR. SA- konur áttu hinsvegar næstu þrjú mörk en lokaorðið í lotunni áttu SR-konur.

Áfram hélt markaveislan í annarri lotu en þá gerðu liðin sex mörk. Fjögur þeirra áttu SA-konur en tvö komu frá SR. Markaskorun SA í lotunni skiptist jafnt niður á leikmenn en bæði mörk SR átti Flosrún Vaka Jóhannesdóttir.

Í þriðju og síðustu lotunni virtist nokkuð dregið af heimastúlkum í SR og gestirnir í SA gerðu fjögur mörk án þess að þær næðu að svara. 

Mörk/stoðsendingar SR:

Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 3/2
Karen Þórisdóttir 1/1
Hjördís Albertsdóttir 1/0
Kristín Ómarsdóttir 0/1
Jóhanna Bjarnadóttir 0/1 

Refsingar SR: Engar.

SA
Silvía Rán Björgvinsdóttir 4/3
Guðrún Marín Viðarsdóttir 3/0
Sunna Björgvinsdóttir 2/1 
Harpa María Benediktsdóttir 2/0
Berglind Rós Leifsdóttir 1/0
Guðrún Katrín Gunnarsdóttir 1/0
Lísa Ólafsdóttir 0/2 
Bergþóra Heiðbjört Bergþórsdóttir 0/1 
Kristín Björg Jónsdóttir 0/1 

Refsingar SA: 2 mínútur

Mynd: Ásgrímur Ágústsson

HH