Björninn - SR umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Björninn og Skautafélag Reykjavíkur léku á íslandsmóti kvenna sl. þriðjudagskvöld og lauk leiknum með sigri Bjarnarins sem gerði tíu mörk án þess að SR-konur næðu að svara fyrir sig.
Það var strax í byrjun fyrstu lotu sem Bjarnarkonur gerðu útum leikinn því þegar lotan var hálfnuð var staðan 4 – 0 þeim í vil. Áður en llotanvar á enda höfðu Bjarnarkonu enn bætt í og staðan var orðin 6 – 0 og markahæðsti leikmaður Bjarnarins, Flosrún Vaka Jóhannesdótti var komin með þrennu.
Bjarnarkonur héldu áfram að sækja í annarri lotu af sama krafti en SR-konur náðu þó að þétta betur í vörn og markvörslu. Einungis eitt mark var skorað í lotunni en markið átti Alda Kravec.
SR-konur komust betur inn í leikinn í 3ju og síðustu lotu þó Björninn væri áfram sterkari. Lotan endaði 3 – 0 Bjarnarkonum í vil.
Með sigrinum komust Bjarnarkonur í efsta sæti deildarinnar með 9 stig en næstar koma SA-konur með sex stig og eiga jafnframt leik til góða.

Mörk/stoðsendingar Björnninn:

Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 5/2
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 2/0
Ingibjörg G. Hjartardóttir 1/2
Alda Kravec 1/1
Snædís Mjöll Kristjánsdóttir 0/3
Karen Þórisdóttir 0/1

Refsingar Björninn: 4 mínútur.

Refsingar SR:  6 mínútur

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH