Fréttir

Ynjur unnu Akureyrarslaginn í gær

Í gærkvöldi mættust norðanliðin Ynjur og Ásynjur í hörkuspennandi viðureign. Viðureignir liðanna hafa jafnan verið jafnar og spennandi en hingað til hafa Ásynjur verið ívið sterkari. Leikurinn í gær var enginn eftirbátur fyrri viðureigna, en að þessu sinni voru það yngri stelpurnar í Ynjunum sem hömpuðu verðskulduðum 5 - 3 sigri.

Streymi kvöldsins - Leikur Björninn-Esja

Streymt er frá leiknum í gegnum facebook síðu Bjarnarins.

ÚRSKURÐUR AGANEFNDAR 5. OKT 2016

Tekin er fyrir dómaraskýrsla úr leik SR og Bjarnarins frá 30. september 2016.

Kvennalandsliðið - æfingahópur valinn

Jussi Sipponen og Hulda Sigurðardóttir, þjálfarar landsliðs kvenna, hafa valið hóp til æfinga.

Leikbann

Aganefnd Íshokkísambands Íslands hefur borist dómaraskýrsla frá leik SR – Björninn

Leikmannaskipti

Síðustu daga og vikur hafa liðin verið að fá nýja leikmenn og styrkja sig fyrir komandi tímabil.

HM Kvenna verður á Akureyri 27. feb til 5. mars 2017

Heimsmeistaramót kvenna í annarri deild sem áætlað var að halda í Reykjavik, 27. febrúar til 5. mars 2017 verður haldið á Akureyri.

Hertz-deild karla heldur áfram...

Þriðjudaginn 27. september heldur Hertz-deild karla áfram og nú eru tveir leikir í boði. SR tekur á móti Esju kl. 19:45 í Skautahöllinni í Reykjavik, og kl. 19:45 tekur Björninn á móti SA í Egilshöll.

Íshokkí kvenna

Um helgina tóku Ynjur Skautafélags Akureyrar á móti kvennaliði Skautafélags Reykjavíkur í fyrsta leik vetrarins í Hertz-deild kvenna. Úr varð æsispennandi leikur þar sem úrslit réðust ekki fyrr en á síðustu mínútum

Nám í Bandaríkjunum eða Kanada

Hingað á skrifstofu okkar kom framkvæmdastjóri Ethos Recruiting, sem er tengiliður íþróttamanna við háskóla vestan hafs og bíður íshokkí leikmönnum að sækja um háskólastyrki. Ef þú ert að útskrifast úr menntaskóla og hefur áhuga á námi í USA eða Kanada, þá er þetta kannski tækifæri fyrir þig.