Ynjur unnu Akureyrarslaginn í gær

Í gærkvöldi mættust norðanliðin Ynjur og Ásynjur í hörkuspennandi viðureign á Akureyri í Hertz-deild kvenna.  Viðureignir liðanna hafa jafnan verið jafnar og spennandi en hingað til hafa Ásynjur verið ívið sterkari.  Leikurinn í gær var enginn eftirbátur fyrri viðureigna, en að þessu sinni voru það yngri stelpurnar í Ynjunum sem hömpuðu verðskulduðum 5 - 3 sigri.

Staðan var 1 - 1 eftir fyrstu lotu, 4 - 3 eftir aðra lotu og í þriðju lotu juku Ynjur forskot sitt um eitt mark tryggðu sér 5 - 3 sigur í skemmtilegum leik.

Meðfylgjandi mynd frá leiknum tók Elvar Pálsson.