Fréttir

Continental Cup - SA Víkingar komnir til Riga

SA Víkingar eru komnir til Riga og taka þátt í annarri umferð í Evrópukeppni félagsliða, eða Continental Cup. Fyrsti leikur SA Víkinga er á föstudaginn 19. október. Mótherji Kurbads Riga Annar leikur SA Víkinga er á laugardaginn 20. október. Mótherji HC Donbass Þriðji leikur SA Víkinga er á sunnudaginn 21. október . Mótherji Txuri Urdin San Sebastian

Dómaranámskeið Íshokkísambands Íslands

Dómaranefnd Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) er tilbúin að halda dómaranámskeið fyrir leikmenn aðildarfélaga ÍHÍ.

Hertz-deild karla heldur áfram og nú er það Egilshöll

Fjölnir/Björninn tekur á móti SR í Hertz-deild karla. Leikur hefst kl 18:50 í Egilshöll, laugardaginn 20. október.

Íslandsmót U20

Í kvöld, þriðjudagskvöldið 16. október, er íshokkíleikur í Íslandsmóti U20. Fjölnir/Björninn tekur á móti SR og hefst leikur kl 19:45 á skautasvellinu í Egilshöll.

Landsliðsæfingar karla 2018-2019

Vladimir Kolek og Jussi Sipponen landsliðsþjálfarar karla í íshokkí hafa skipulagt landsliðsæfingar sem hér segir; 7. til 9. desember 2018. Landsliðsæfing og æfingaleikur. Áætlað er að landslið Íslands keppi á móti úrvalsliði erlendra leikmanna. 29. til 31. mars 2019. Landsliðsæfing í Reykjavík.

Félagaskipti 2018

Aðildarfélög Íshokkísambands Íslands hafa óskað eftir félagaskiptum fyrir neðangreinda leikmenn. Félagaskiptagjald hefur verið greitt og leikheimild gefin út.

2.fl. Íshokkí um helgina á Akureyri

Tveir leikir fara fram um helgina í Íslandsmóti 2.fl. Skautafélag Akureyrar tekur á móti Skautafélagi Reykjavíkur. Fyrri leikurinn fer fram laugardaginn 14. april kl 16:30 og síðari leikurinn fer fram kl 10:30 á sunnudagsmorgun.

Landslið Íslands í íshokkí 2018 - HM í Hollandi

Vladimir Kolek og Jussi Sipponen landsliðsþjálfarar hafa valið loka hóp karla landslið Íslands í íshokkí sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í íshokkí, sem hefst 23. apríl næstkomandi í Hollandi.

SA Víkingar Íslandsmeistararar 2018

Íshokkísamband Íslands óskar Skautafélagi Akureyrar, SA Víkingum, með Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí karla árið 2018.

Úrslitakeppni karla í íshokkí 2018

Þann 3. apríl hefst úrslitakeppni karla í íshokkí og leiknir verða hið minnsta þrír leikir og allt hið mesta fimm leikir. Það lið sem knýr fram sigur í þremur leikjum er íslandsmeistari 2018. Nú skulum við fjölmennna á öllum leikjum úrslitakeppninnar.