Íslandsmót U20

Í kvöld, þriðjudagskvöldið 16. október, er íshokkíleikur í Íslandsmóti U20.  Fjölnir/Björninn tekur á móti SR og hefst leikur kl 19:45 á skautasvellinu í Egilshöll.  

Nú þegar hafa verið leiknir fjórir leikir í Íslandsmótinu.  Úrslit  og stöðu leikja í mótinu má finna hér hægra megin á heimasíðu Íshokkísambands Íslands.

Nú er um að gera að fjölmenna á leikinn í kvöld og styðja sitt lið.