Dómaranámskeið Íshokkísambands Íslands

Dómaranefnd Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) er tilbúin að halda dómaranámskeið fyrir leikmenn aðildarfélaga ÍHÍ.

Skráningarform fyrir dómaranámskeið má finna hér;

Skráning á námskeið

Námskeiðin verða  amk tvö, eitt á Akureyri og annað í Reykjavík. 

Allir leikmenn geta skráð sig og sérstaklega þeir sem eru hættir að keppa en vilja taka þátt í uppbyggingu íshokkí á Íslandi og taka þátt í dómgæslu leikja. ÍHÍ vantar sérstaklega eldri einstaklinga sem geta dæmt U20 og mfl karla og kvenna.

Allar aðrar upplýsingar verða veittar á skrifstofu ÍHÍ.