Fréttir

Hokkíhelgi

Hokkíhelgin að þessu sinni samanstendur þrettán leikjum í karla- kvenna- og unglingaflokkum. Það verður því nóg að gera hjá leikmönnum, þjálfurum, dómurum og öllum þeim hinum sem sjá til þess að leikir geti farið fram.

Ráðstefna

Ráðstefna fyrir þá sem eru að þjálfa í ungmennastarfi verður haldin í Helsinki í Finnlandi dagana 4 - 6 maí.

Upplýsingar um Kóreuferðina

Nú styttist í ferðina löngu og undirbúningur á fullu á öllum vígstöðvum. Rétt er að setja hér á síðuna upplýsingar um nokkur atriði sem liggja fyrir en með smá fyrirvara um breytingar.

Húnar - Björninn umfjöllun

Húnar og Björninn léku á íslandsmótinu í íshokkí karla í kvöld og fór leikurinn fram í Egilshöll. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði átta mörk gegn einu marki Húna.

Víkingar - Jötnar umfjöllun

Víkingar og Jötnar léku á íslandsmótinu í karlaflokki í gærkvöld og fór leikurinn fram á Akureyri. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu sjö mörk gegn einu marki Jötna.

SR - Ásynjur tölfræði

Síðastliðið sunnudagskvöld léku í skautahöllinni í Laugardal SR og Ásynjur í meistaraflokki kvenna. Leiknum lauk með sigri Ásynja sem gerðu tíu mörk gegn engu marki Ásynja.

Leikir kvöldsins

Leikir kvöldsins eru tveir að þessu sinni.

SR - Víkingar umfjöllun

Skautafélag Reykjavíkur og Víkingar áttust við síðastliðið föstudagskvöld á íslandsmótinu og fór leikurinn fram í Laugardal. Leiknum lauk með sigri SR-inga sem gerðu sjö mörk gegn tveimur mörkum Víkinga.

Björninn - Ásynjur umfjöllun

Á laugardagskvöld léku í Egilshöll lið Bjarnarins og Ásynja í meistaraflokki kvenna. Leiknum lauk með sigri Bjarnarkvenna sem gerðu fjögur mörk gegn þremur mörkum Ásynja.

Hokkíhelgi

Hokkíhelgin að þessu sinni fer fram sunnan heiða og á dagskrá eru þrír leikir í meistaraflokkum karla og kvenna.