Upplýsingar um Kóreuferðina

Búið er að panta flugið en ekki er búið að gefa miðana út ennþá en það verður gert fljótlega. Hér koma grunnupplýsingar um flugin og það er ljóst að norðankonur þurfa að gista í borginni bæði á leiðinni út og til baka. Við erum farin að huga að ferðalögum innanlands og eins gistimöguleikum og munum setja link á Facebook þar sem hægt er að safna saman nauðsynlegum upplýsingum til að auðvelda skipulagið.

07MAR Icelandair KEF-LHR 0900 1200 flugtími 3 klt
07MAR Korean air LHR-ICN 2005 1550*1 flugtími 10klt 45mín
17MAR Korean air ICN-LHR 1310 1620 flugtími 12klt 10mín
17MAR Icelandair LHR-KEF 2035 2335 flugtími 3 klt

Það liggur fyrir hvar keppnin fer fram og á hvaða hóteli verður gist og má sjá þær upplýsingar hér. Gert er ráð fyrir að liðið verði í tveggja manna herbergjum en fararstjórnin í eins manns.

Einhverjir hafa verið að velta fyrir sér hvort þörf sé á ónæmissprautum en það taldist ekki þörf á því þar sem liðið er í vernduðu umhverfi þar sem krafa er gerð um góðan aðbúnað. Ferðalangar eru að sjálfsögðu eitthvað á eigin ábyrgð í ferðinni en við brýnum bara fyrir öllum að gæta þess hvað látið er ofan í sig og á hverju er snert. (http://www.landlaeknir.is/Pages/1163)

Fararstjórn hefur verið skipuð eftirfarandi aðilum:
Fararstjóri er Margrét Ólafsdóttir - gsm 6609011, netfang margret@samherji.is
Þjálfari er Richard Tahtinen - gsm 8638597, netfang rikutahtinen@hotmail.com
Aðstoðarþjálfari er Johan Björnfot
Sjúkraþjálfari er Tinna Stefánsdóttir - gsm 6926788
Tækjastjóri er Rósa Guðjónsdóttir - gsm 6958959