13.04.2015			
	
	Í kvöld leikur Ísland sinn fyrsta leik á HM en leikurinn er liður í 2. deildarkeppni a-riðils en þá mætir liðið Belgum í Laugardalnum og hefst leikurinn klukkan 20.00
 
	
		
		
		
			
					12.04.2015			
	
	Á morgun hefst heimsmeistramótið og með komu Björns Róberts Sigurðarsonar þá er loksins komin endanleg mynd á landsliðshópinn.  Hópinn skipa 22 leikmenn þ.e. 12 framherjar, 8 varnarmenn og 2 markmenn.
Framherjar
Emil Alengard
Jón Gíslason
Robin Hedström
Björn Róbert Sigurðarson
Jóhann Már Leifsson
Egill Þormóðsson
Jónas Breki Magnússon
Brynjar Bergmann
Úlfar Andrésson
Arnþór Bjarnason
Pétur Maack
Andri Már Mikaelsson
 
	
		
		
		
			
					11.04.2015			
	
	Í kvöld spilaði karlalandsliðið æfingaleik við Ástralíu sem hingað er komið til lands fyrst keppnisliða.  Það er skemmst frá því að segja að liðin skildu jöfn, 2 – 2 en óhætt er að segja að liðin séu jöfn að styrkleika.     Fyrsta lotan var markalaus en í 2. lotu steig íslenska liðið upp og var miklu hreyfanlegra á sama tíma og áströlsku leikmennirnir virkuðu þreyttir.
 
	
		
		
		
			
					11.04.2015			
	
	Björn Róbert Sigurðarson sem spilar í hinni geysisterku NAHL deild í Bandaríkjunum er nú á heimleið eftir að lið hans, Aberdeen Wings datt út úr úrslitakeppninni þar vestra. Björn Róbert er öflugur leikmaður sem þrátt fyrir ungan aldur kemur með mikla leikreynslu
inn í liðið og mun styrkja sóknarleikinn hjá liðinu enn frekar.
 
	
		
		
		
			
					10.04.2015			
	
	Á mánudaginn n.k. 13. apríl, hefst Heimsmeistaramót karla í íshokkí, 2. deild A-riðill hér í Reykjavík.  Auk Íslands eru þátttökuþjóðirnar Ástralía, Belgía, Serbía, Rúmenía og Spánn.  Mótið fer fram í Laugadalnum og fyrsti leikur mótsins verður á milli Spánverja og Ástrala kl. 13:00 á mánudaginn.  Aðalleikur dagsins verður hins vegar formlegur opnunarleikur mótsins þegar Íslands tekur á móti Belgíu kl. 20:00.  Annars er dagskráin hjá íslenska liðinu eftirfarandi: