30.03.2015
Við höldum áfram að henda hérna inn foreldradagbókinni af Facebook. Myndbönd og myndir eru svo á sínum stað einsog áður.
28.03.2015
Í dag er enginn leikur hjá okkur. En að sjálfsögðu er æfing og strákarnir mættu á svellið kl. 9:15. Fyrsta verk var að stilla sér upp fyrir ljósmyndara til þess að taka liðsmynd. Og eins og þið sjáið þá er þetta glæsilegur hópur.
28.03.2015
Við höldum bara áfram að birta facebook færslur fararstjórans þótt við séum svolítið eftirá. Það sem öllu máli skiptir er að gullið er okkar.
26.03.2015
Á meðan HM-mót í karlaflokki er undirbúið á fullu hérna heima er U18 ára liðið okkar statt í Taívan á HM-móti þar. Árni Geir fararstjóri hefur skrifað fréttir á facebook síðu liðsins til að halda foreldrum unganna upplýstum um hvað er í gangi. Við skellum parti af því hér á síðuna hjá okkur svona til að halda sögunni til haga.
24.03.2015
Fimmti leikurinn í úrslitum fór fram í gærkvöld þegar Skautafélag Reykjavíkur tók á móti Skautafélagi Akureyrar. Leiknum lauk með sigri SA sem gerði sjö mörk án þess að SR-inum tækist að svara fyrir sig. Með sigrinum tryggðu Skautafélag Akureyrar sér íslandsmeistaratitilinn 2015 en liðið vann seríuna 4 - 1.
22.03.2015
Fjórði leikurinn í úrslitakeppni karla fór fram á föstudagskvöld þegar Skautafélag Akureyrar bar sigurorð af Skautafélagi Reykjavíkur með fjórum mörkum gegn einu. Staðan í einvíginu er því 3 – 1 SA-mönnum í vil en það lið sem fyrr verður til að vinna fjóra leiki hampar titlinum. Næsti leikur er á morgun, mánudag, en þá mætast liðin í Laugardalnum og hefst sá leikur klukkan 19.00.
20.03.2015
Þriðji leikurinn í úrslitum karla fór fram í gærkvöld en þá báru SA menn sigurorð af SR-ingum með þremur mörkum gegn einu. Með sigrinum náðu norðanmenn forystu í einvíginu en liðið hefur nú unnið tvo leiki en SR-ingar einn en það lið sem fyrr verður til að vinna fjóra leiki hampar titlinum.
20.03.2015
Í morgun lagði landslið skipað leikmönnum 18 ára og yngri upp í langferð en liðið mun taka þátt í 3. deild HM sem fram fer í Taívan. Hópurinn flýgur í gegnum Svíþjóð og þaðan til Dubaí áður en komið er á áfangastað.
19.03.2015
Þriðji leikur í úrslitakeppni karla fer fram í kvöld þegar Skautafélag Akureyrar og Skautafélag Reykjavíkur mætast á Akureyri og hefst leikurinn klukkan 19.30.
17.03.2015
Skautafélag Reykjavíkur og Skautafélag Akureyrar áttus við í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni karla. Leiknum lauk með sigri SR sem gerði fimm mörk gegn fjórum mörkum gestanna í SA. Úrslitin réðust ekki fyrr en eftir framlengingu og vítakeppni. Næst mætast liðin á Akureyri nk. fimmtudag og hefst sá leikur klukkan 19.30.